Fullt út úr dyrum í Þorlákshöfn
'}}

Það var fullt út úr dyrum í sal ráðhússins í Þorlákshöfn í gær þegar þingflokkur Sjálfstæðisflokksins heimsótti sinn 30. áfangastað í hringferð sinni um landið.

Umræður voru góðar þar sem sjávarútvegsmál, kjaramál, ferðamál, samgöngumál, landbúnaðarmál o.fl. voru rædd milli fundarmanna og þingmanna og gætt sér á dýrindis kjötsúpu.

Þingflokkurinn mun í hringferð sinni heimsækja alls rúmlega 50 staði á landinu, ýmist með opna fundi eða vinnustaðaheimsóknir.

Dagskrá ferðarinnar má finna á heimasíðu Sjálfstæðisflokksins hér þar sem einnig verða birtar fréttir úr hringferðinni sem og á samfélagsmiðlum.