Nýr hlaðvarpsþáttur þingmanna
'}}

Þingmennirnir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Óli Björn Kárason fóru í gær af stað með nýjan hlaðvarpsþátt undir yfirskriftinni „Áslaug og Óli Björn“. Í þáttunum ætla þau að ræða ýmis málefni út frá stefnu Sjálfstæðisflokksins fyrir opnara, frjálsara og skemmtilegra samfélagi.

Í fyrsta þættinum ræða þau húsnæðismálin út frá séreignarstefnunni. Hvað er séreignarstefnan? Hvernig stuðlar hún að raunverulegu valfrelsi og eykur fjárhagslegt sjálfstæði fólks?

Hægt er að hlusta á þættina í hlaðvarpsforritum (podcat app) í símum, á Spotify og iTunes. Eins má hlusta á þáttinn hér er lingur ef einhver vill frekar hlusta á í tölvunni.