„Tækifæri til að bregðast við því með markvissum aðgerðum“
'}}

„Þessi vinna er, eftir því sem við komumst næst, einstök á evrópska vísu. Aldrei áður hefur verið farið í jafn yfirgripsmikla og ýtarlega gagnasöfnun og rannsókn á lífskjaraþróun á Íslandi. Það er ánægjulegt að sjá að okkur hefur miðað áfram og að allir hafa það betra þótt, eins og fram kom í máli forsætisráðherra, módelið sýni okkur hópa sem hafa ekki notið eins mikils vaxtar og við vildum. Það gefur okkur um leið tækifæri til að bregðast við því með markvissum aðgerðum,“ sagði Bjarni Benediktsson í dag í tilefni af því að tekjusagan.is var opnuð á blaðamannafundi í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu af Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra.

Skv. frétt á vef fjármálaráðuneytisins veitir vefurinn „aðgang að gagnagrunni um lífskjör landsmanna sem byggir á ópersónugreinanlegum upplýsingum úr skattframtölum allra einstaklinga á Íslandi frá árinu 1991 til 2017.“

Þannig getur hver sem er skoðað þróun á ráðstöfunartekjum hjá mismunandi hópum. Hægt er að skoða áhrif bóta, skatta og eins félagslegan hreyfanleika.

Sjá nánar hér - www.tekjusagan.is