Persónuafsláttur hækkar á næsta ári um 4,7% og verður persónuafsláttur einstaklinga því 677.358 kr. árið 2019, eða 56.447 kr. á mánuði. Samtals nemur hækkunin yfir árið því 30.619 kr. eða 2.552 kr. á mánuði.
Skattleysismörk hækka jafnframt og verða 159.174 kr. á mánuði eða að sama skapi um 4,7%. Þetta er í samræmi við lög um tekjuskatt, en samkvæmt þeim skal fylgja hækkun vísitölu neysluverðs, sem var 3,7% á árinu og að auki er nýsamþykkt bráðabirgðaákvæði sem kveður á um viðbótar prósentustig umfram vísitölu í upphafi árs 2019.
Um leið og skattleysismörkum er náð byrjar skattgreiðandi að greiða útsvar til sveitarfélags síns. En launþegi byrjar ekki að greiða tekjuskatt til ríkisins fyrr en tekjur hans ná 261.329 kr. á mánuði á árinu 2019, en sú upphæð hefur verið 249.514 kr. á árinu 2018.
Nánar má lesa um málið í frétt á vef fjármálaráðuneytisins hér.