Góður andi á nýju ári
'}}

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir ritari Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis:

Þó það eigi eft­ir að kaupa sein­ustu gjaf­irn­ar, þrífa eldhús­skáp­ana og það hafi far­ist fyr­ir að senda jóla­kort­in í ár þá er eng­in ástæða til að ör­vænta. Jól­in koma alltaf á sama tíma, sama hvort okk­ur finnst við vera til­bú­in til að taka á móti þeim eða ekki. Stressið og álagið er óþarfi, stund­um er best að geta horft i gegn­um fing­ur sér og enn mik­il­væg­ara er nýta tím­ann til að sinna þeim sem standa manni næst. Stærstu pakk­arn­ir, tand­ur­hrein gólf eða nýj­asti jóla­kjóll­inn er ekki mæli­kv­arði á vellíðan yfir hátíðarn­ar.

Það er hægt að segja margt um jól­in og þann tíma sem nú fer í hönd. Burt­séð frá aðstæðum hvers og eins eig­um við það flest sam­eig­in­legt að nýta tím­ann í þess­ari síðustu viku árs­ins til að horfa yfir árið. Við reyn­um að meta það sem vel var gert, all­ar minn­ing­arn­ar með okk­ar nán­ustu, hvaða áföng­um við náðum og síðast en ekki síst reyn­um við að meta hvað við get­um gert bet­ur á næsta ári. Allt er þetta per­sónu­bundið, mark­miðin mismun­andi og þannig mætti áfram telja.

Við eig­um það þó flest sam­eig­in­legt að vilja búa í friðsam­legu og vin­gjarn­legu sam­fé­lagi. Við vilj­um hafa góðan anda í sam­fé­lag­inu, eins og stund­um er sagt. Það er eitt­hvað sem við get­um öll unnið að. Við get­um við ósam­mála um ým­is­legt en á sama tíma virt rétt allra til að hafa ólík­ar skoðanir, við höf­um ólík mark­mið en ósk­um þess samt að ná­ung­inn nái sín­um mark­miðum og þrátt fyr­ir að það skyggi stund­um á í líf­um okk­ar von­um við að aðrir sjái birt­una í sínu lífi.

Ég hef á þessu ári haft mik­il tæki­færi til að ferðast víða um landið. Fyr­ir utan það að njóta nátt­úru­feg­urðar landsins er mér dýr­mæt­ast að eiga sam­fé­lag við annað fólk, alls staðar að af land­inu. Burt­séð frá öll­um þeim mál­um sem rædd eru á vett­vangi stjórn­mál­anna þá eiga flest­ir það sam­eig­in­legt að vilja eiga þess kost að sjá fyr­ir sér og sín­um, að búa börn­um sín­um vel í hag­inn, að búa við ör­yggi og fyrst og fremst í sam­fé­lagi þar sem fólki er mætt af hlýju og kær­leika. Þetta er vissu­lega ein­föld mynd af flókn­um veru­leika, en engu að síður ágæt­is áminn­ing fyr­ir okk­ur stjórn­mála­menn að vita að stjórn­mál eru ekki alltaf efst í huga al­menn­ings.

Við mun­um áfram hafa ólík­ar skoðanir og áfram verða ein­hverj­ir sem njóta sín best í því að ala á sundr­ung og óánægju. En við get­um tek­ist á með mál­efna­leg­um hætti, af virðingu fyr­ir ná­ung­an­um og þannig lagt okk­ar af mörk­um til að búa til góðan anda í sam­fé­lag­inu. Það get­ur ým­is­legt komið upp á líf­inu, við för­um í gegn­um alls kon­ar hindr­an­ir og áskor­an­ir – en með gleði, jákvæðni og bjart­sýni leggj­um við öll okk­ar af mörk­um við að búa til gott sam­fé­lag. Ég óska ykk­ur öll­um gleðilegra jóla og vona að nýja árið verði ykk­ur gæfu­ríkt.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 22. desember 2018.