Tekjujöfnuður ríkissjóðs á fyrstu þremur ársfjórðungum ársins 2018 er 13,9 milljörðum umfram áætlun, eða alls 22,1 milljarðar króna. Þetta kemur fram í frétt á vef fjármálaráðuneytisins.
Heildartekjur ríkissjóðs á tímabilinu án fjármunatekna námu 583,5 milljörðum kr. eða 10,3 milljörðum umfram áætlun.
Gjöld tímabilsins án fjármagnsgjalda voru 535,3 milljarðar kr. eða um 11,2 milljörðum undir áætlun.
Tekjur umfram gjöld eru 48,2 milljarðar kr. eða 21,6 milljörðum yfir áætlun.
Fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur voru 26,1 milljarðar kr. sem er 7,7 milljörðum hærra en áætlun tímabilsins gerði ráð fyrir þar sem fjármunatekjur voru 7,2 milljarðar kr. lægri en áætlað var.
Nánar má sjá niðurstöður ársfjórðungsuppgjörs hér.