Jón Gunnarsson alþingismaður og fyrrverandi samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og Vilhjálmur Árnason alþingismaður verða með tvo opna fundi á Suðurlandi um samgöngumál í næstu dögum.
Fyrri fundurinn verður í Safnaðarheimilinu á Hellu, mánudaginn 26. nóvember, kl. 19:30.
Seinni fundurinn verður á Icelandair hótelinu á Flúðum þriðjudaginn 27. nóvember kl. 19:30.
Á fundunum munu þeir ræða samgöngumálin í víðu samhengi og kynna hugmyndir um nýja nálgun við uppbyggingu samgöngumannvirkja og aukinn framkvæmdahraða.
Allir hvattir til að mæta.