Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra sótti ársfund Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Alþjóðabankans á Bali í Indónesíu, sem haldinn var 8.-14. október. Þar voru meðal annars til umræðu þær áskoranir sem fjölþjóðasamstarf stendur frammi fyrir og mikilvægi þess að viðhalda slíku samstarfi og efla með nýrri tækni og nýjum leiðum. Meðal þeirra ógna sem steðja að fjölþjóðakerfinu er spenna í alþjóðlegum viðskiptum og möguleg viðskiptastríð sem sjóðurinn telur að geti dregið úr alheimshagvexti um 1% á næstu tveimur árum.
Sjá nánar hér.