Óvissuferð í boði borgarinnar
'}}

Eft­ir Eyþór Arn­alds oddvita Sjálfstæðisflokks í borgarstjórn Reykjavíkur:

All­ir eru sam­mála um að bæta al­menn­ings­sam­göng­ur í Reykja­vík. Ekki er vanþörf á. Þjón­ust­an er víða brota­kennd og ekki hef­ur tek­ist að auka hlut­deild strætó í ferðum fólks. Ár eft­ir ár er tal­an óbreytt: 4%, þrátt fyr­ir að samn­ing­ur sé um að hún ætti að fara í 8%. Áætlan­ir um 11% aukn­ar tekj­ur á fyrri hluta þessa árs hafa eng­an veg­inn gengið eft­ir. Það er því eðli­legt að menn staldri við og hiki þegar lögð er fram til­laga um að ráðast í verk­efni af stærðargráðunni 70 millj­arðar króna. Til­laga um að fjölga mill­i­stjórn­end­um í ráðhús­inu. Til­laga sem kost­ar hundruð millj­óna þótt ekk­ert verði fram­kvæmt. Lengi hef­ur verið talað um að borg­ar­lína sé sam­starf sveit­ar­fé­lag­anna. Engu að síður hef­ur borg­in ein ákveðið að ráðast í þessi út­gjöld. Ekki eyk­ur traustið hvernig fjár­fest­inga­verk­efni borg­ar­inn­ar hafa gengið. Ný­legt dæmi er af bragga sem gerður var upp með náðhúsi og skála fyr­ir 415 millj­ón­ir. Átti stand­setn­ing­in að kosta 148 millj­ón­ir. Múr­ar við Miklu­braut eru annað dæmi um dýra framúr­keyrslu þar sem heild­ar­kostnaður slag­ar í hálf­an millj­arð. Þegar litið er til þess hvernig „borg­ar­línu­verk­efni“ hafa gengið til dæm­is í Ed­in­borg og Stavan­ger er tvennt sem kem­ur í ljós. Ann­ars veg­ar er hver kíló­metri mun dýr­ari en gert er ráð fyr­ir að borg­ar­lín­an í Reykja­vík eigi að kosta. Virðist því gert ráð fyr­ir að Ísland sé ódýr­ara. Ekki er víst að all­ir skrifi upp á það. Hitt sem verk­efn­in eiga sam­merkt er að þau fóru all­hressi­lega yfir áætl­un. Óviss­an í stór­um innviðaverk­efn­um er alltaf mik­il. Vaðlaheiðargöng eru dæmi um slíkt. Óviss­an í stór­um innviðaverk­efn­um í grón­um hverf­um er enn meiri. Stavan­ger- og Ed­in­borg­ar­verk­efn­in sanna það.

Auka­skatt­ur á nýtt hús­næði

Loks var boðað í til­lög­unni að sam­hliða upp­bygg­ingu borg­ar­línu yrði byggt hag­kvæmt hús­næði. Það eru sann­kölluð öf­ug­mæli, enda hef­ur borg­ar­stjórn­ar­meiri­hlut­inn í Reykja­vík boðað sér­stak­an skatt ein­mitt á þessi svæði, svo­kallað innviðagjald. Skatt sem leggst á íbúðir sem eru orðnar dýr­ar fyr­ir. Í þá óvissu­ferð sem felst í til­lög­unni er ekki hægt að fara því hún er ófjár­mögnuð. Hún er ávís­un á skuld­setn­ingu borg­ar­sjóðs sem má síst við slík­um byrðum. Af þess­um sök­um get­um við eng­an veg­inn stutt til­lög­una um borg­ar­línu. Svo er það hitt. Stór­ar hug­mynd­ir sem eiga að leysa öll mál geta orðið til þess að aðrar úr­bæt­ur sitji á hak­an­um. Ekk­ert verði gert. Stór­ar hug­mynd­ir sem ekk­ert verður úr geta verið hættu­leg­ar. Á meðan beðið er eft­ir Godot ger­ist ekk­ert.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu hinn 20. sept. 2018