Full ástæða til að bregðast við
'}}

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra mun leggja fram frumvarp á kjörtímabilinu þar sem kveðið verður á um fastmótaðri reglur en nú gilda um jarðakaup útlendinga á Íslandi.

Sigríður var ítarlega viðtali við Morgunblaðið laugardaginn 28. júli. Þar ræddi hún, m.a. hvaða breytingar hún sæi fyrir sér í þessum efnum?

„Hvað útlendingana varðar þá veitir dómsmálaráðuneytið undanþágur frá bannákvæðum laga eftir viðmiðunarreglum sem í dag taka mið af niðurstöðu þessarar nefndar,“ sagði Sigríður og og vísar til nefndar um heildarendurskoðun laga nr. 19/1966 um eignarrétt og afnotarétt fasteigna. „Ég mun leggja til við þingið að þessar reglur verði færðar inn í lögin og kerfi umsókna og undanþága þannig lagt niður að mestu. Ég tel að best fari á því að kveðið sé á í lögum um eignarheimildir útlendinga. Þannig er gagnsæi best tryggt og jafnræði.“

Viðtalið má sjá í heild hér.