Samstarf við Framsóknarflokkinn í Skagafirði
'}}

Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hafa undirritað samstarfssamning um meirihlutasamstarf í Skagafirði fyrir kjörtímabilið 2018-2022, en samningurinn var undirritaður 15. júní sl. í Safnahúsi Skagfirðinga á sama degi og sveitarfélagið fagnaði 20 ára afmæli. Sveitarfélagið Skagafjörður er 13. stærsta sveitarfélag landsins og hluti af Norðvesturkjördæmi. Þar bjuggu 3.955 íbúar þann 1. janúar 2018.

Ákvörðun um embættisskipan mun ekki kynnt fyrr en á sveitarstjórnarfundi 20. júní nk.

Í sáttmálanum segir að meginmarkmið næsta kjörtímabils verði að styrkja grunnþjónustu og byggja upp innviði í héraðinu öllu, stuðla að jákvæðri þróun, fjölgun íbúa og eflingu atvinnulífs. Meirihlutinn vill eiga gott samstarf við íbúa og atvinnulíf, aðra flokka í sveitarstjórn og starfsfólk sveitarfélagsins.

Fulltrúar meirihlutans í Skagafirði. Ljósmynd/Feykir

Fjölmörg atriði má finna í meirihlutasáttálanum sem ætlunin er að leggja áherslu á og verkefni sem ráðast á í á kjörtímabilinu, m.a. byggingu leikskóla á Hofsósi, viðbyggingu við Ársali á Sauðárkróki og úrlausn leikskólamála í Varmahlíð. Unnið verður að uppbyggingu hjúkrunarrýma fyrir aldraða í samstarfi við ríkisvaldið. Unnið verður áfram að hitaveituvæðingu í dreifbýli og ljósleiðari verður lagður í dreifbýlið fyrir lok árs 2020.

Hér má sjá nánari upplýsingar um sveitarstjórnarmenn D-listans.

Hér má finna frétt af fréttavefnum Feyki.

Hér má finna meirihlutasáttmálann.