Samstarf við Framsóknarflokkinn á Fljótsdalshéraði
'}}

D-listi sjálfstæðismanna og óháðra og B-listi framsóknarmanna hafa náð samkomulagi um myndun meirihluta í bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs á komandi kjörtímabili.

Fljótsdalshérað er 16. stærsta sveitarfélag landsins og hluti af Norðausturkjördæmi. Þar bjuggu 3.547 manns þann 1. janúar 2018 og helsti þéttbýliskjarni þess er Egilsstaðir, en aðrir þéttbýliskjarnar eru Fellabær, Eiðar og Hallormsstaður.

Anna Al­ex­and­ers­dótt­ir, odd­viti D-lista, verður formaður bæj­ar­ráðs og Stefán Bogi Sveins­son, odd­viti B-list­ans, verður for­seti bæj­ar­stjórn­ar. D-listinn fékk þrjá menn kjörna í bæjarstjórn í síðustu kosningum og B-listinn tvo, en níu sitja í bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs.

Framboðin hafa náð samkomulagi um að ræða við Björn Ingimarsson, núverandi bæjarstjóra, um að halda áfram störfum, en Björn hefur verið bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs undanfarin tvö kjörtímabil.

Vinna framboðin nú að lokafrágangi málefnasamnings og verður hann kynntur eftir að hann hefur fengið formlega afgreiðslu beggja framboða, en búist er við að það verði um miðjan júní og fyrsti fundur nýrrar bæjarstjórnar er á dagskrá 20. júní.

Nánar má finna upplýsingar um bæjarfulltrúa D-listans má finna hér.