Meirihlutasamstarf við Framsókn í Grindavík
'}}

Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn í Grindavík hafa undirritað málefna- og samstarfssamning um að starfa saman í meirihluta í Grindavík á komandi kjörtímabili.

Grindavíkurbær er 18. stærsta sveitarfélag landsins og hluti af Suðurkjördæmi. Þar bjuggu 3.323 íbúar þann 1. janúar 2018. Sjálfstæðisflokkurinn hlaut 3 fulltrúa í bæjarstjórn í nýliðnum kosningum og Framsóknarflokkurinn 1 fulltrúa, en alls sitja 7 fulltrúar í bæjarstjórn Grindavíkur.

Meirihlutinn mun leggja ríka áherslu á ábyrga stjórnunarhætti og góða samvinnu þvert á flokka í bæjarstjórn.

Innihald málefnasamningsins verður lagt fram til kynningar á næsta bæjarstjórnarfundi og verður hann aðgengilegur á heimasíðu Grindavíkurbæjar í framhaldinu, segir í tilkynningu frá framboðunum.

Nánar má sjá um bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins hér.