Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur mynda meirihluta í Ísafjarðarbæ
'}}

Fulltrúar Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hafa komist að samkomulagi um að starfa saman í meirihluta bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar á komandi kjörtímabili.

Málefnasamningur flokkanna verður lagður fyrir stjórnir félaganna í þessari viku til samþykktar og stefnt er að því að boða til fyrsta fundar í nýrri bæjarstjórn 12. júní næstkomandi þar sem kosið verður nefndir bæjarins.

Auglýst verður eftir bæjarstjóra á næstu dögum.

Sú nýbreytni verður viðhöfð að minnihlutanum verður boðin formennska í nefndum.

F.h. Sjálfstæðisflokksins í Ísafjarðarbæ, Daníel Jakobsson, oddviti

F.h. Framsóknarflokksins í Ísafjarðarbæ, Marzellíus Sveinbjörnsson, oddviti