Sjálfstæðisflokkurinn, Vinstri grænir og Samfylkingin munu mynda meirihluta í Borgarbyggð á komandi kjörtímabili. Samningur þess efnis var undirritaður í gær.
Samkvæmt samkomulagi flokkanna verður Lilja Björg Ágústsdóttir, oddviti D-listans, forseti sveitarstjórnar og Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir, oddviti V-listans, formaður byggðarráðs. Gengið verður til samninga við Gunnlaug Júlíusson um að hann gegni starfi sveitarstjóra áfram.
Málefnasamningur meirihlutans verður kynntur á fyrsta fundi nýrrar sveitarstjórnar þann 14. júní. Í samningnum er lögð áhersla á innviðauppbyggingu og bætt búsetuskilyrði í Borgarbyggð. Meirihlutinn hefur 5 fulltrúa af 9 í sveitarstjórn.
Borgarbyggð er 14. stærsta sveitarfélag landsins og hluti af Norðvesturkjördæmi. Þar bjuggu 3.745 íbúar þann 1. janúar 2018. Borgarnes er aðal þéttbýliskjarni sveitarfélagsins, en auk þess eru þar þéttbýliskjarnarnir Bifröst, Hvanneyri og Reykholt.
Sjá nánar hér um sveitarstjórnarfulltrúa D-listans.