Sjálfstæðisflokkurinn bauð fram í öllum sveitarfélögum nema Kjósahrepp í Suðvesturkjördæmi í sveitarstjórnarkosningunum 2018. Flokkurinn hlaut alls 26 fulltrúa kjörna í þessum sveitarfélögum, sama fjölda og í kosningunum 2014. Að meðaltali fékk flokkurinn 41,1% atkvæða í þessum sveitarfélögum nú, til samanburðar við 43,4% árið 2014.
Enginn annar stjórnmálaflokkur náði jafn mörgum kjörnum fulltrúum í Suðvesturkjördæmi og Sjálfstæðisflokkurinn, en næst þar á eftir kemur Samfylkingin með 8 bæjarfulltrúa og Viðreisn þar á eftir með 5 kjörna fulltrúa.
Garðabær
- Flokkurinn hélt hreinum meirihuta og bætti við sig manni, með 8 fulltrúa af 11.
Seltjarnarnes
- Flokkurnn hélt hreinum meirihluta þrátt fyrir að hart væri að honum sótt með klofningsframboði og fékk 4 fulltrúa af 7.
Hafnafjörður
- Flokkurinn hélt sama fjölda fulltrúa og árið 2014 með 5 fulltrúa af 11.
Kópavogur
- Flokkurinn Flokkurinn hélt sama fjölda fulltrúa og árið 2014 með 5 fulltrúa af 11.
Mosfellsbær
- Flokkurinn missti einn fulltrá frá því 2014 og er nú með 4 fulltrúa af 9.