Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari Sjálfstæðisflokksins, hélt fund með ungum sjálfstæðismönnum á Egilsstöðum í gær.
Fundurinn var vel sóttur og voru stjórnmálin rædd í þaula.
Meðal þess sem brann á fundarmönnum voru mál tengd fæðingarorlofi, leikskólamál, skipulag miðbæjar Egilsstaða og ýmislegt tengt bæjarmálum.
Þá hitti Áslaug Arna einnig frambjóðendur D-lista Sjálfstæðismanna og óháðra á Fljótsdalshéraði.