Glæsileg kosningahátíð í Bæjarbíói
'}}

Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfirði hélt glæsilega kosningahátíð í Bæjarbíó á annan í hvítasunnu, 21. maí sl. Hátt í 200 manns komu og tóku þátt í gleðskapnum.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari flokksins, var kynnir hátíðarinnar en fram komu Rósa Guðbjartsdóttir, sem leiðir lista Hafnfirðinga, Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, Jón Víðis töframaður, Ingó Veðurguð og Snjólaug Lúðvíksdóttir uppistandari.

Mikil samstaða og gleði einkenndi hátíðina og ekki hægt að segja annað en að Hafnfirðingar séu tilbúnir í kosningarnar nk. laugardag.

Hægt er að sjá fleiri myndir af viðburðinu á facebook-síðu framboðsins hér.