Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, er á ferð um Austurland.
Í dag var hann viðstaddur opnun kosningaskrifstofu á Seyðisfirði. Þar sem fullt var út úr dyrum. Rætt var um samgöngumál, gangnagerð, heilbrigðisál og tengingu landsbyggðar og höfuðborgar.
Bjarni leit svo við á fimleikamóti á Egilsstöðum þar sem voru saman komnir 700 iðkendur af öllu landinu á aldrinum 10-15 ára.
Loks afhenti Bjarni verðlaun úr Menningarsjóði Gunnarsstofnunar við hátíðlega athöfn í húsakynnum Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri. Var þetta þriðja úthlutunin úr sjóðnum og fengu sex aðilar styrk úr sjóðnum.
Tilgangur sjóðsins er tvíþættur; annars vegar að renna stoðum undir starfsemi Stofnunar Gunnars Gunnarssonar á Skriðuklaustri með árlegum framlögum til hennar; hins vegar að styðja rithöfunda, listamenn, fræðimenn og námsfólk til verka er samræmast hlutverki Gunnarsstofnunar. Með þeim hætti er sjóðnum ætlað að efla menningarstarf á Skriðuklaustri og styrkja ímynd Gunnarsstofnunar sem menningarstofnunar.
Úthlutað var í fyrsta sinn úr Menningarsjóði Gunnarsstofnunar árið 2015, á fæðingardegi skáldsins, 18. maí sem er einnig alþjóðlegi safnadagurinn. Sá dagur var í gær og þá voru liðin 129 ár frá því Gunnar Gunnarsson fæddist hér á næsta bæ, Valþjófsstað.
Í gær var Bjarni meðal frummælenda á ráðstefnunni Draumalandið Austurland, sem haldin var af D-lista Sjálfstæðismanna og óháðra á Hótel héraði.
Verðlaunahafar á Skriðuklaustri í dag.
Frá opnun kosningaskrifstofu á Seyðisfirði í dag.
Bjarni ásamt frambjóðendum í Fljótsdalshéraði.