D-listi Sjálfstæðismanna og óháðra í Garði og Sandgerði
'}}

Einar Jón Pálsson, stöðvarstjóri og forseti bæjarstjórnar sveitarfélagsins Garðs, er oddviti D-lista Sjálfstæðismanna og óháðra í sameinuðu sveitarfélagi Garðs og Sandgerðis fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.

Í öðru sæti er Hólmfríður Skarphéðinsdóttir, flugverndarstarfsmaður og bæjarfulltrúi í Sandgerði. Í þriðja sæti er Haraldur Helgason, yfirmatreiðslumaður, í fjórða sæti er Elín Björg Gissurardóttir, forstöðumaður félagsmiðstöðvar og í fimmta sæti er Jón Ragnar Ástþórsson, rekstrarstjóri.

8 konur og 10 karlar skipa listann.

Listinn í heild:

  1. Einar Jón Pálsson, stöðvarstjóri og forseti bæjarstjórnar
  2. Hólmfríður Skarphéðinsdóttir, flugverndarstarfsmaður og bæjarfulltrúi
  3. Haraldur Helgason, yfirmatreiðslumaður
  4. Elín Björg Gissurardóttir, forstöðumaður félagsmiðstöðvar
  5. Jón Ragnar Ástþórsson, rekstrarstjóri
  6. Bryndís Einarsdóttir, viðskiptafræðingur og skólastjóri Listdansskóla
  7. Davíð S Árnason, flugöryggisvörður
  8. Jónína Þórunn Hansen, veiðieftirlitsmaður hjá Fiskistofu
  9. Björn Bergmann Vilhjálmsson, sölumaður
  10. Björn Ingvar Björnsson, slökkviliðs- og sjúkraflutningsmaður
  11. Guðmundur Magnússon, kvikmyndagerðamaður
  12. Jónatan Már Sigurjónsson, flugverndarstarfsmaður
  13. Karolina Krawczuk, vaktstjóri
  14. Sunneva Ósk Þóroddsdóttir, þjónustufulltrúi og Háskólanemi
  15. Oddný Kristrún Ásgeirsdóttir, bílstjóri
  16. Eyþór Ingi Gunnarsson, nemi í flugvirkjun
  17. Hafrún Ægisdóttir, leikskólakennari
  18. Reynir Þór Ragnarsson, framkvæmdastjóri