Einar Jón Pálsson, stöðvarstjóri og forseti bæjarstjórnar sveitarfélagsins Garðs, er oddviti D-lista Sjálfstæðismanna og óháðra í sameinuðu sveitarfélagi Garðs og Sandgerðis fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.
Í öðru sæti er Hólmfríður Skarphéðinsdóttir, flugverndarstarfsmaður og bæjarfulltrúi í Sandgerði. Í þriðja sæti er Haraldur Helgason, yfirmatreiðslumaður, í fjórða sæti er Elín Björg Gissurardóttir, forstöðumaður félagsmiðstöðvar og í fimmta sæti er Jón Ragnar Ástþórsson, rekstrarstjóri.
8 konur og 10 karlar skipa listann.
Listinn í heild:
- Einar Jón Pálsson, stöðvarstjóri og forseti bæjarstjórnar
- Hólmfríður Skarphéðinsdóttir, flugverndarstarfsmaður og bæjarfulltrúi
- Haraldur Helgason, yfirmatreiðslumaður
- Elín Björg Gissurardóttir, forstöðumaður félagsmiðstöðvar
- Jón Ragnar Ástþórsson, rekstrarstjóri
- Bryndís Einarsdóttir, viðskiptafræðingur og skólastjóri Listdansskóla
- Davíð S Árnason, flugöryggisvörður
- Jónína Þórunn Hansen, veiðieftirlitsmaður hjá Fiskistofu
- Björn Bergmann Vilhjálmsson, sölumaður
- Björn Ingvar Björnsson, slökkviliðs- og sjúkraflutningsmaður
- Guðmundur Magnússon, kvikmyndagerðamaður
- Jónatan Már Sigurjónsson, flugverndarstarfsmaður
- Karolina Krawczuk, vaktstjóri
- Sunneva Ósk Þóroddsdóttir, þjónustufulltrúi og Háskólanemi
- Oddný Kristrún Ásgeirsdóttir, bílstjóri
- Eyþór Ingi Gunnarsson, nemi í flugvirkjun
- Hafrún Ægisdóttir, leikskólakennari
- Reynir Þór Ragnarsson, framkvæmdastjóri