„Ég get tekið undir með hv. þingmanni þegar að því kemur að við mættum kannski gera betur í því að greina og kalla fram kosti einkaframtaksins þar sem þeir eru mestir og hafa skilað mestu, bæði hér á landi og annars staðar, og á sama tíma að leggja þær kröfur á opinberar stofnanir, eins og t.d. sjúkrahúsin stóru, að við séum ávallt að fá hámarksnýtingu þeirra fjármuna sem þangað rata,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra við óundirbúinni fyrirspurn Þorsteins Víglundssonar um einkarekstur í heilbrigðiskerfinu.
„Ég hef mjög mikla trú á að við getum aukið sveigjanleika í kerfinu, aukið hagkvæmni og náð betri árangri fyrir sjúklinga, með því að tvinna saman kosti opinbers rekstrar, opinberrar fjármögnunar, og síðan einkarekstrar,“ sagði ráðherra og bætti við: „Ríkisstjórnin tók […] nýlega ákvörðun um að stórauka greiðsluþátttöku sjúklinga vegna tannlækninga, þ.e. eldri borgara, tannlæknakostnað þeirra. Þar erum við með dæmi um þjónustu þar sem verið er að auka framlög vegna þjónustu sem haldið er uppi í landinu af einkaaðilum.“
Alla umræðuna er hægt að sjá hér.