Anna Alexandersdóttir, forseti bæjarstjórnar, leiðir D-lista Sjálfstæðismanna og óháðra á Fljótsdalshéraði fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.
Gunnar Jónsson formaður bæjarráðs er í öðru sæti og Berglind Harpa Svavarsdóttir hjúkrunarfræðingur í því þriðja. Listinn hlaut samþykki fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna á Fljótsdalshéraði á sumardaginn fyrsta.
Á listanum er blanda af reynsluboltum og yngra fólki sem ekki hefur áður tekið sæti á lista í sveitarstjórnarkosningum. Listinn er skipaður 10 konum og 8 körlum.
Listinn í heild:
- Anna Alexandersdóttir, verkefnisstjóri og forseti bæjarstjórnar
- Gunnar Jónsson, bóndi og formaður bæjarráðs
- Berglind Harpa Svavarsdóttir, hjúkrunarfræðingur og MS í heilbrigðisvísindum
- Karl Lauritzson, viðskiptafræðingur
- Sigrún Hólm Þórleifsdóttir, viðskiptafræðingur
- Sigurður Gunnarsson, ferliseigandi skaut- og álframleiðslu
- Davíð Þór Sigurðarson, verkefnisstjóri
- Ívar Karl Hafliðason, umhverfis- og orkufræðingur
- Eyrún Arnardóttir, kennari og dýralæknir
- Hrafnhildur Linda Ólafsdóttir, aðstoðarframkvæmdarstjóri
- Guðný Margrét Hjaltadóttir, viðskiptafræðingur
- Sigrún Harðardóttir, félagsráðgjafi
- Aðalsteinn Jónsson, búfræðingur, fyrrv. bóndi nú í ferðaþjónustu
- Helgi Bragason, skógarbóndi
- Ágústa Björnsdóttir, fjármálasérfræðingur hjá Alcoa Fjarðaáli
- Guðrún Ragna Einarsdóttir, þjónustufulltrúi og bóndi,
- Sigvaldi H. Ragnarsson, sauðfjárbóndi
- Sigríður Sigmundsdóttir, matreiðslu- og framleiðslumaður