Listi Sjálfstæðismanna í Hveragerði
'}}

Eyþór H. Ólafsson, verkfræðingur og forseti bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar leiðir D-lista Sjálfstæðismanna í bænum fyrir komandi kosningar. Bryndís Eir Þorsteinsdóttir, verslunarstjóri og blómaskreytir er í öðru sætinu og kemur ný inn á listann. Friðrik Sigurbjörnsson, viðskiptastjóri og bæjarfulltrúi er í þriðja sæti og Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri er í fjórða sætinu.

Listinn er skipaður 7 körlum og 7 konum.

Listinn í heild:

1. Eyþór H. Ólafsson (58), verkfræðingur og forseti bæjarstjórnar
2. Bryndís Eir Þorsteinsdóttir (39), verslunarstjóri og blómaskreytir
3. Friðrik Sigurbjörnsson (29), viðskiptastjóri og bæjarfulltrúi
4. Aldís Hafsteinsdóttir (53), bæjarstjóri
5. Alda Pálsdóttir (44), verkefnastjóri hjá Grund Mörkin
6. Sigurður Einar Guðjónsson (44), verkefnastjóri hjá Landsvirkjun
7. Jakob Fannar Hansen (27), flugmaður
8. Ingibjörg Zoëga (46), húsmóðir
9. Davíð Ernir Kolbeins (20), starfsmaður í Borgarleikhúsinu
10. Thelma Rós Kristinsdóttir (36), skrifstofustjóri Fagvís
11. Sigurður Páll Ásgeirsson (21), starfsmaður í ferðaþjónustu
12. Elín Káradóttir (27), Stjórnmálafræðingur og meðeigandi Byr fasteignasölu
13. Sæunn Freydís Grímsdóttir (69), myndlistarmaður
14. Helgi Þorsteinsson (69), múrarameistari og kirkjuvörður