Áslaug Hulda Jónsdóttir, forstöðumaður, leiðir D-lista Sjálfstæðismanna Í Garðabæ fyrir komandi kosningar. Í öðru sætinu er Sigríður Hulda Jónsdóttir, ráðgjafi og í því þriðja er Sigurður Guðmundsson, lögfræðingur.
Gunnar Einarsson, bæjarstjóri, skipar áttunda sætið og í heiðurssætinu er Stefanía Magnúsdóttir, formaður eldri borgara í Garðabæ.
Á listanum eru 12 konur og 10 karlar.
Listinn í heild:
- Áslaug Hulda Jónsdóttir, forstöðumaður
- Sigríður Hulda Jónsdóttir, ráðgjafi
- Sigurður Guðmundsson, lögfræðingur
- Gunnar Valur Gíslason, verkfræðingur
- Jóna Sæmundsdóttir, lífeindafræðingur
- Almar Guðmundsson, hagfræðingur
- Björg Fenger, lögfræðingur
- Gunnar Einarsson, bæjarstjóri
- Guðfinnur Sigurvinsson, stjórnsýslufræðingur
- Stella Stefánsdóttir, viðskiptafræðingur
- Kjartan Örn Sigurðsson, framkvæmdastjóri
- Þorri Geir Rúnarsson, háskólanemi
- Lilja Hrund Ava Lúðvíksdóttir, menntaskólanemi
- Kristjana Sigursteinsdóttir, kennari
- Bjarni Th. Bjarnason, sveitarstjóri
- Guðrún Dóra Brynjólfsdóttir, skipulagsfræðingur
- Guðrún Jónsdóttir, tannlæknir
- Sigrún Gísladóttir, fv. skólastjóri
- María Guðjónsdóttir, lögfræðingur
- Hrannar Bragi Eyjólfsson, háskólanemi
- Eiríkur K. Þorbjörnsson, tæknifærðingur
- Stefanía Magnúsdóttir, formaður Félags eldri borgara í Garðabæ