Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi samþykktur
Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi vegna bæjarstjórnarkosninga þann 26. maí 2018 var samþykktur á fundi fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna á Seltjarnarnesi 22. mars sl.
Listinn endurspeglar ólíkan bakgrunn og reynslu frambjóðenda, en hann skipa sjö karlar og sjö konur.
Fimm konur eru í sjö efstu sætum listans sem Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri leiðir. Yngsti frambjóðandinn er 21 árs en aldursforsetinn er 77 ára.
Petrea Ingibjörg Jónsdóttir skipar heiðurssæti listans, en Petrea er öllu Sjálfstæðisfólki kunn eftir 35 ára starf í Valhöll.
- Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri
- Magnús Örn Guðmundsson, viðskiptafræðingur
- Sigrún Edda Jónsdóttir, bæjarfulltrúi
- Bjarni Torfi Álfþórsson, framkvæmdastjóri
- Ragnhildur Jónsdóttir, hagfræðingur
- Sigríður Sigmarsdóttir, sölustjóri
- Guðrún Jónsdóttir, sérfræðingur
- Hannes Tryggvi Hafstein, framkvæmdastjóri
- Guðmundur Helgi Þorsteinsson, ráðgjafi
- Lárus Gunnarsson, háskólanemi
- Kristján Hilmir Baldursson, háskólanemi
- Þórdís Sigurðardóttir, flugumferðarstjóri
- Guðni Georg Sigurðsson, eðlisfræðingur
- Petrea Ingibjörg Jónsdóttir, skrifstofustjóri