Ályktun atvinnuveganefndar Sjálfstæðisflokksins
'}}

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins ályktaði að tillögu atvinnuvegnefndar, að stjörnvöld ættu að skapa heilbrigt og hvetjandi umhverfi fyrir atvinnulífið svo krafta einstaklinganna nýttust til fulls. Allar atvinnugreinar þyrftu skýrt og stöðugt starfsumhverfi til langs tíma, en skattkerfi og regluverk þyrfti að taka mið af því. Einföldun þess og lækkun opinberra gjalda er rauður þráður í ályktuninni, en umtalsverð lækkun tryggingargjalds er þar efst á blaði. Þá er lögð áhersla á að veiðigjöld væru óhóflega há og langt umfram gjaldþol sjávarútvegsins, sem væri burðarás í atvinnulífi um allt land.

Ályktað var um að landbúnaður þyrfti að búa við heilbrigða samkeppni, en áréttað að gera yrði sömu kröfur til framleiðslu innfluttrar búvöru og gerðar eru til hinnar innlendu. Árangri í þróun ferðaþjónustu var fagnað, en frekari vöxtur þyrfti að vera í sátt við íbúa og náttúru. Ályktað var að hið opinbera ætti ekki að sinna almennum verslunarrekstri, hvorki með áfengissölu eða rekstri verslunarmiðstöðvar á Keflavíkurflugvelli.

Ályktunina í heild má finna hér.