Prófkjör í Rangárþingi ytra
Alls bárust 11 framboð í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Rangárþingi ytra, sem fram fer 14. apríl nk. fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Framboðsfrestur rann út í dag.
Eftirfarandi taka þátt í prófkjörinu:
- Ágúst Sigurðsson, sveitarstjóri
- Björk Grétarsdóttir, fyrirtækjaráðgjafi
- Haraldur Eiríksson, fjármálastjóri
- Heimir Hafsteinsson, umsjónarmaður fasteigna
- Helga Fjóla Guðnadóttir, starfsmaður Hjúkrunar- og dvalarheimilisins Lundar
- Hjalti Tómasson, starfsmaður þjónustumiðstöðvar Rangárþings ytra
- Hrafnhildur Valgarðsdóttir, grunnskólakennari
- Hugrún Pétursdóttir, nemi
- Ína Karen Markúsdóttir, deildarstjóri
- Sindri Snær Bjarnason, sundlaugarvörður
- Sævar Jónsson, húsasmíðameistari