Kynning á frambjóðendum í prófkjöri í Hafnarfirði
'}}

Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði fer fram næstkomandi laugardag 10. mars.

Kjördeild verður í Víðistaðaskóla og opnar kjörstaður kl 10:00 og lokar kl: 18:00.

Kosningarétt hafa fullgildir meðlimir Sjálfstæðisfélagana í Hafnarfirði og þeir stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins, sem eiga munu kosningarétt í kjördæminu við kosningar og undirritað hafa inntökubeiðni í Sjálfstæðisfélag í kjördæminu fyrir lok kjörfundar og teljast þar með komnir á flokksskrá. (Reglur um prófkjör Sjálfstæðisflokksins, settar af miðstjórn 10. apríl 1985).

Hægt er að skrá sig í flokkinn á heimsíðunni xd.is  Einnig verður hægt að ganga í flokkinn á kjörstað. Athugið að fólk á aldrinum 15 – 18 ára sem er ekki flokksbundið þurfa að ganga í flokkinn fyrir lok kjörskrár, þ.e.a.s. fyrir kl 17:00 föstudaginn 9.mars.

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla er í Valhöll, Háaleitisbraut 1, og er opin alla virka daga frá kl. 09.00 – 16.00.

Lovísa Björg Traustadóttir, iðnrekstrarfræðingur/meistaranámsnemi.
Magnús Ægir Magnússon, rekstrarhagfræðingur.
Rósa Guðbjartsdóttir, formaður bæjarráðs.
Skarphéðinn Orri Björnsson, framkvæmdastjóri og varabæjarfulltrúi.
Tinna Hallbergsdóttir, gæðafulltrúi og meistaranemi.
Unnur Lára Bryde, bæjarfulltrúi og flugfreyja.
Bergur Þorri Benjamínsson, formaður Sjálfsbjargar.
Einar Freyr Bergsson, framhaldsskólanemi.
Eyrún Eyfjörð Svanþórsdóttir, framhaldsskólanemi.
Guðbjörg Oddný Jónasdóttir, mannauðsstjóri.
Helga Ingólfsdóttir, bæjarfulltrúi.
  Ingi Tómasson, bæjarfulltrúi.
  Kristinn Andersen, verkfræðingur og bæjarfulltrúi.
  Kristín Thoroddsen, varabæjarfulltrúi og flugfreyja.