Laugardaginn 10. mars nk. standa málefnanefndir flokksins fyrir svokölluðum málefnadegi í Valhöll, Háaleitisbraut 1. Þar gefst flokksmönnum tækifæri til að taka þátt í umræðum um fyrirliggjandi drög að ályktunum.
Málefnadagurinn er liður í undirbúningi landsfundarins og er honum m.a. ætlað að tryggja aðkomu flokksmanna að stefnumótun í einstaka málaflokkum og fumlausa framkvæmd málefnastarfs á landsfundinum sjálfum.
Dagskrá málefnadagsins
13:30 – 15:00
- Atvinnuveganefnd
- Efnahags- og viðskiptanefnd
- Fjárlaganefnd
- Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd
15:00-15:30
- Kaffihlé
15:30 – 17:00
- Allsherjar og menntamálanefnd
- Umhverfis og samgöngunefnd
- Utanríkismálanefnd
- Velferðarnefnd
17:00 – 18:30
- Léttar veitingar
Eru flokksmenn eindregið hvattir til að mæta og taka þátt í málefnastarfi flokksins og jafnframt bent á að hyggist menn gera tillögur um breytingar á fyrirliggjandi drögum þarf að senda formönnum málefnanefnda flokksins þær skriflega eða bera þær upp á landsfundinum sjálfum í samræmi við fundarsköp landsfundarins. Tillögur á breytingum verða ekki afgreiddar á málefnadeginum.
Skráning á málefnadaginn fer fram hér.