Lokatölur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Grindavík liggja nú fyrir. Hjálmar Hallgrímsson, sitjandi oddviti í Grindavík, leiðir listann, en hann hlaut örugga kosninga í efsta sætið, eða 180 atkvæði af 208.
Listinn er sem hér segir:
- Hjálmar Hallgrímsson
- Birgitta Káradóttir
- Guðmundur Pálsson
- Jóna Rut Jónsdóttir
- Irmý Rós Þorsteinsdóttir
Nú tekur kjörnefnd við og gerir tillögu að framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Grindavík fyrir komandi sveitastjórnakosningar.
Greidd atkvæði voru 208 en þar af voru 2 seðlar auðir og ógildir. Talin atkvæði voru því 206.