Félag sjálfstæðismanna í Grafarvogi heldur opinn fund laugardaginn 24. febrúar 2018 frá klukkan 11:00 til 12:00 í félagsheimili okkar að Hverafold 1-3, 2. hæð (húsið opnar kl. 10:30).
Gestur fundarins verður Gísli Kr. Björnsson formaður Varðar fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík. Hann fjallar um málefni Varðar og undirbúning landsfundarins í mars ásamt því að svara fyrirspurnum úr sal. Þau sem áhuga hafa á landsfundarsetu eru hvött til að mæta og skrá sig. Komið í morgunkaffi og eigið gott spjall við Gísli Kr. Björnsson. Allir velkomnir. Á næstu mánuðum mun Félag sjálfstæðismanna í Grafarvogi standa fyrir fleiri opnum fundum á laugardagsmorgnum. Fylgist með á heimasíðu okkar http://www.grafarvogurinn.is
|
FÉLAG SJÁLFSTÆÐIMANNA Í GRAFARVOGI |