Kjörnefnd auglýsir eftir framboðum til röðunar í fulltrúaráði laugardaginn 3. febrúar 2018
'}}

Ákveðið hefur verið að Röðun um val frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins á Akureyri við næstu sveitarstjórnarkosningar fari fram á fundi aðal- og varamanna í fulltrúaráði laugardaginn 3. febrúar 2018. Kosið verður um 6 efstu sæti framboðslistans.

Hér með er auglýst eftir framboðum til röðunar. Framboð skal bundið við flokksbundinn einstakling. Frambjóðendur skulu vera kjörgengir í sveitarstjórnarkosningum 26. maí 2018.

Framboðsfrestur er til og með 9. janúar 2018 kl. 18:00. Tekið verður á móti framboðum á skrifstofu flokksins í Kaupangi v/Mýrarveg á milli kl. 16:00 og 18:00 þann dag.

Kjörnefnd er heimilt að tilnefna frambjóðendur til röðunar til viðbótar við þá sem bjóða sig fram eftir að framboðsfresti lýkur.

Samræmdar reglur um Röðun

Eyðublað til framboðs í Röðun

Nánari upplýsingar veita Heiðrún Ósk Ólafsdóttir, formaður kjörnefndar, í síma 6900220 og Stefán Friðrik Stefánsson, varaformaður kjörnefndar, í síma 8478492.