Landssamband sjálfstæðiskvenna stendur fyrir tveimur fundum á Norðurlandi, þriðjudaginn 10. október.
Við munum fjalla um mennta- og geðheilbrigðismál í síðdegisspjalli kl. 17 á kosningaskrifstofu Sjálfstæðisflokksins að Strandgötu 3 á Akureyri. Gestir fundarins verða Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari Sjálfstæðisflokksins, og Valgerður Gunnarsdóttir, alþingismaður í Norðausturkjördæmi.
Við höldum svo yfir á Húsavík og verðum í kvöldspjalli á Cape hótel, Laugarbrekku 26 kl. 20. Sem fyrr verða Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Valgerður Gunnarsdóttir gestir fundarins.
Við hvetjum alla áhugasama til að mæta og ræða málin við okkur.
Baráttukveðjur,
Vala Pálsdóttir
formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna.