Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar, sem fram fara þann 28. október næstkomandi, var samþykktur á fjölmennum fundi kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi í Valhöll í kvöld.
Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi
- Bjarni Benediktsson forsætisráðherra
- Bryndís Haraldsdóttir alþingismaður
- Jón Gunnarsson ráðherra
- Óli Björn Kárason alþingismaður
- Vilhjálmur Bjarnason alþingismaður
- Karen Elísabet Halldórsdóttir bæjarfulltrúi og varaþingmaður
- Kristín María Thoroddsen flugfreyja og ferðamálafræðingur
- Katrín Ósk Ásgeirsdóttir laganemi og varabæjarfulltrúi
- Tinna Dögg Guðlaugsdóttir lögfræðingur
- Hrefna Kristmannsdóttir jarðefnafræðingur og prófessor emeritus
- Davíð Þór Viðarsson viðskiptafræðingur og knattspyrnumaður
- Bylgja Bára Bragadóttir sölustjóri
- Unnur Lára Bryde flugfreyja og bæjarfulltrúi
- Guðmundur Gísli Geirdal sjómaður
- Þorgerður Anna Arnardóttir aðstoðarskólastjóri
- Bergur Þorri Benjamínsson viðskiptafræðingur
- Maríanna Hugrún Helgadóttir formaður FÍN
- Hilmar Jökull Stefánsson menntaskólanemi
- Þórhildur Gunnarsdóttir verkfræðinemi og handknattleikskona
- Kristján Jónas Svavarsson stálvirkjasmíðameistari
- Sveinn Óskar Sigurðsson framkvæmdastjóri
- Gyða Ragnheiður Stefánsdóttir lögfræðingur
- Ásgeir Einarsson stjórnmálafræðingur
- Erling Ásgeirsson fv. formaður bæjarráðs
- Erna Nielsen fv. forseti bæjarstjórnar
- Ragnheiður Ríkharðsdóttir fv. alþingismaður