Gríðarlega góður andi var á um þúsund manna fundi sjálfstæðismanna með Bjarna Benediktssyni formanni flokksins sem haldinn var á Hótel Nordica laugardagsmorguninn 23. september.
Fundurinn markar upphaf kosningabaráttu Sjálfstæðisflokksins og var honum stýrt af Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur.
Auk Bjarna tóku til máls þau Sigríður Á. Andersen, Páll Magnússon, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir og Guðlaugur Þór Þórðarson.
Hér má horfa á fundinn í heild sinni.
Myndir frá fundinum má skoða á Facebooksíðu flokksins.