Golfmót Landssambands sjálfstæðiskvenna
'}}

Hið árlega golfmót Landssambands sjálfstæðiskvenna verður haldið á Hamarsvelli í Borgarnesi, fimmtudaginn 24. ágúst og verður keppt í tveimur flokkum. Skráning á mótið fer fram á golf.is. Við hvetjum ykkur til að skrá og greiða þátttökugjald sem fyrst þar sem góð þátttaka hefur verið undanfarin ár og færri hafa komist að en vildu. Skráningu lýkur 21. ágúst.

Að vanda eru vegleg verðlaun í boði fyrir kylfinga:

  • Í punktakeppni sem og höggleik
  • Nándarverðlaun verða á öllum par þrjú brautum vallarins
  • Sjálfsstæðissleggjan, lengsta teighögg af 18. teig
  • Auk fjölda annarra vinninga sem verða dregnir út meðal þáttakenda

Rútuferð verður frá Valhöll, Háaleitisbraut á fimmtudagsmorgun og er mæting klukkan 10.00. Móttaka fyrir þátttakendur hefst kl. 12.00 og mótið hefst síðan kl. 13.00. Við gerum ráð fyrir að koma til baka í Valhöll ekki seinna en kl. 23.00.

Til þess að skráning sé gild þarf að greiða mótsgjald að upphæð 10.000 kr. inn á reikning Landssambands sjálfstæðisvenna. Reikningsnúmer: 0334-26-002150 kt: 571078-0159. Innifalið í mótsgjaldi er vallargjald, léttur kvöldverður og rútuferð.

Verðlaunaafhending verður að loknu móti og léttur kvöldverður snæddur á Hótel Hamri.

Við hlökkum til að sjá sem flesta kylfinga,

Golfnefnd Landssambands sjálfstæðiskvenna, Sólveig Pétursdóttir, Elsa Dóra Grétarsdóttir, Herdís Anna Þorvaldsdóttir og Petrea Ingibjörg Jónsdóttir