Framtíð húsnæðismála er mikilvægt málefni ungs fólks sem er að stíga sín fyrstu skref eftir nám og vill standa á eigin fótum í eigin húsnæði.
Húsnæðismarkaðurinn hefur reynst þeim og öðrum erfiður og nær ómögulegt er fyrir stóran hluta ungs fólks að eignast eigið húsnæði. Hluti vandans er skortur á litlum og ódýrum íbúðum sem skýrist að einhverjum hluta að íþyngjandi reglugerðum og lagaumhverfi.
Félags- og jafnréttismálaráðherra ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar setti nýlega á laggirnar aðgerðarhóp fjögurra ráðherra sem gera á tillögur um samræmdar aðgerðir á sviði húsnæðismála til að greiða fyrir byggingu lítilla og hagkvæmra íbúða.
Stjórn SUS hefur því efnt til annars fundar í fundaröð sinni um húsnæðismál fimmtudaginn 2. mars næstkomandi kl 20 þar sem málsmetandi einstaklingar á sínu sviði ræða um áskoranir og lausnir í húsnæðismálum
Framsögumenn verða:
Ari Skúlason hagfræðingur hjá Landsbanka Íslands fjallar um þróun húsnæðismarkaðarins.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins fjallar um stöðu ungs fólks á húsnæðismarkaði og hvað hið opinbera gæti gert til að liðka fyrir byggingu hagkvæmara húsnæðis.
Halldór Halldórsson oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík fjallar um stöðu húsnæðismála í Reykjavík.
Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráherra, fjallar um nýstofnaðan aðgerðarhóp ríkisstjórnarinnar og sýn sína á húsnæðismarkaðinn sem ráðherra málaflokksins.
Heitt verður á könnunni og allir velkomnir!