Aðalfundur Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna á Akureyri
'}}

Ágæti sjálfstæðismaður.

Þú ert fulltrúi á vegum þíns félags með seturétt á aðalfundi Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna á Akureyri, sem haldinn verður í Kaupangi við Mýraveg, mánudaginn 27. febrúar 2017 kl. 20:00.

Tillaga verður lögð fram um að fundarstjóri verði Stefán Friðrik Stefánsson, formaður Málfundafélagsins Sleipnis.

Dagskrá fundarins er eftirfarandi, samkvæmt lögum Fulltrúaráðsins:

1. Skýrsla stjórnar

2. Reikningsskil

3. Kjör stjórnar

4. Kjör tveggja skoðunarmanna reikninga

5. Kjör fulltrúa í kjördæmisráð

6. Lagabreytingar

7. Önnur mál

Skv. 5 gr. laga Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna á Akureyri skal aðalfundur kjósa: „þrjá menn í stjórn og þar af er formaður sem skal kjörinn sérstaklega. Auk þess skal kjósa þrjá til vara."

Framboð skal tilkynna til formanns Fulltrúaráðsins og rennur framboðsfrestur út n.k. föstudagskvöld 24. febrúar 2017.

Að loknum venjulegum aðalfundarstörfum flytur Gunnar Gíslason, oddviti sjálfstæðismanna á Akureyri, framsögu um bæjarmálin og svarar fyrirspurnum.

Virðingarfyllst,

Fyrir hönd stjórnar Fulltrúaráðsins,

Harpa Halldórsdóttir, formaður