Gísli Kr. Björnsson kjörinn formaður Varðar
'}}

Gísli Kr. Björnsson héraðsdómslögmaður var í gærkvöld kjörinn formaður Varðar – fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík á aðalfundi fulltrúaráðsins. Fráfarandi formaður, Kristín Edwald, gaf ekki kost á sér til endurkjörs og var í lok fundar þakkað fyrir velunnin störf.

Auk Gísla  voru þau Alda M. Vilhjálmsdóttir, Árni Árnason, Árni Guðmundsson, Jóhannes Stefánsson, Lilja Birgisdóttir, Matthildur Skúladóttir og Sólveig Pétursdóttir kjörin í stjórn Varðar.