Ný ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar Framtíðar mun með öllum líkindum myndast formlega á morgun. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins mun leiða ríkisstjórnina og verða forsætisráðherra. Stjórnarsáttmáli mun vera lagður fyrir flokksráð Sjálfstæðisflokksins í kvöld í Valhöll kl. 20.
Engar fréttir hafa borist af ráðherraskipan flokksins en Bjarni fundar í dag með öllum þingmönnum og verður því ráðherraskipan klár á morgun.