Við viljum auka aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu með nýsamþykkta geðheilbrigðisáætlun að leiðarljósi. Meginmarkmið stefnunnar er að stuðla að aukinni vellíðan og betri geðheilsu landsmanna og virkari samfélagsþátttöku einstaklinga sem glíma við geðraskanir til lengri eða skemmri tíma, óháð búsetu þeirra.