Frá og með sunnudeginum 16. október fer utankjörfundaratkvæðagreiðsla á vegum embættis sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu eingöngu fram í Perlunni í Öskjuhlíð, Reykjavík. Þar verður opið alla daga milli kl. 10 og 22.
Á kjördag, laugardaginn 29. október, verður opið milli kl. 10 og 17 fyrir kjósendur sem eru á kjörskrá utan höfuðborgarsvæðisins.