Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi
'}}

Yfirkjörstjórn Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi samþykkti í dag framboðslista flokksins fyrir komandi alþingiskosningar. Efstu sex sæti listans voru ákveðin í prófkjöri en nú hefur listinn verið staðfestur í heild sinni.

Haraldur Benediktsson, sitjandi þingmaður flokksins, leiðir listann og annað sætið vermir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, aðstoðarmaður innanríkisráðherra. Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, tekur heiðurssæti á lista en hann hyggst láta af þingsetu eftir kosningarnar í október.

Listi Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi:

1. Haraldur Benediktsson, bóndi og alþingismaður
2. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, lögfræðingur og aðstoðarmaður ráðherra
3. Teitur Björn Einarsson, lögfræðingur og aðstoðarmaður ráðherra
4. Hafdís Gunnarsdóttir, forstöðumaður
5. Jónína Erna Arnardóttir, tónlistarkennari og sveitarstjórnarfulltrúi
6. Aðalsteinn Orri Arason, verktaki og búfræðingur
7. June Scholtz, fiskvinnslukona
8. Unnur Valborg Hilmarsdóttir, oddviti Húnaþings vestra
9. Ásgeir Sveinsson, formaður bæjarráðs Vesturbyggðar og bóndi
10. Steinunn Guðný Einarsdóttir, sjómaður og ferðamálafræðingur
11. Sigríður Ólafsdóttir, ráðunautur og sauðfjárbóndi
12. Böðvar Sturluson, framkvæmdastjóri og vörubifreiðarstjóri
13. Pálmi Jóhannsson, framkvæmdastjóri og pípulagningamaður
14. Guðmundur Brynjar Júlíusson, nemi
15. Þrúður Kristjánsdóttir, fyrrverandi skólastjóri
16. Einar Kristinn Guðfinnsson, forseti Alþingis.