Í nýrri könnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis mælist Sjálfstæðisflokkurinn með 28,2% fylgi en könnunin var birt í Fréttablaðinu í morgun.
Könnun Fréttablaðsins var gerð þannig að hringt var í 1.164 manns þar til náðist í 795 manns samkvæmt lagskiptu úrtaki dagna 6. og 7. september. Svarhlutfallið var 68,3 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá.