Kjördæmisþing Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi kom saman til fundar í Skjólbrekku í Mývatnssveit í dag. Þar voru kjörnir frambjóðendur í sex efstu sætum á framboðslista flokksins í kjördæminu við alþingiskosningar 29. október nk.
Úrslit urðu sem hér segir:
1. Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, Akureyri
2. Njáll Trausti Friðbertsson, bæjarfulltrúi og flugumferðarstjóri, Akureyri
3. Valgerður Gunnarsdóttir, alþingismaður, Húsavík
4. Arnbjörg Sveinsdóttir, bæjarfulltrúi og fyrrum alþingismaður, Seyðisfirði
5. Elvar Jónsson, laganemi og varaformaður SUS, Akureyri
6. Melkorka Ýrr Yrsudóttir, framhaldsskólanemi, Akureyri
Kjörnefnd mun á fundi kjördæmisráðsins á morgun leggja fram tillögu að skipan framboðslistans í heild.