Tvöfalt kjördæmisþing í Norðausturkjördæmi
'}}

Tvöfalt kjördæmisþing Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi verður haldið í Mývatnssveit.

Þingið hefst á morgun, laugardaginn 3. september og stendur fram á sunnudag.

Þar mun fara fram röðun á framboðslista flokksins í kjördæminu fyrir komandi alþingiskosningar. Aðal- og varamenn í kjördæmisráði hafa atkvæðisrétt á fundinum

Laugardaginn 3. september verður kosið um sex efstu sætin á framboðslistanum, ein kosning í hvert sæti. Tíu frambjóðendur hafa gefið kost á sér en þá er hægt að kynna sér með því að smella hér.

Á sunnudaginn, 4. September, mun kjörnefnd síðan bera fram tillögu að skipan framboðslistans í heild. Um hana verður kosið þann sama dag.

Mikilvægt er að skrá sig á fundinn, en það er gert hér.