Eigendur iPhone snjallsíma og iPad spjaldtölva geta nú nálgast smáforrit (app) útgefið af Sjálfstæðisflokknum. Um er að ræða smáforrit þar sem hægt er að nálgast upplýsingar um frambjóðendur í prófkjörum flokksins, nýjustu fréttir, viðburði o.fl.
Stefnt er að því að upplýsingar um talningu atkvæða í prófkjörum flokksins verði fyrst keyrðar inn á smáforritið. Þeir sem vilja fá nýjustu tölur um leið og þær berast eru því hvattir til þess að hlaða smáforritinu niður á símann sinn eða spjaldtölvuna.
Forritið er ókeypis en það er hægt að nálgast með því að fara inn á netverslunina App Store og slá inn leitarorðið “Sjálfstæðisflokkurinn”.
Eigendur snjallsíma og spjaldtölva sem styðjast við Android stýrikerfi geta því miður ekki nálgast forritið að svo stöddu.