100 milljón króna sparnaður í kjölfar sameiginlegra útboða
'}}

Lágmarksávinningur fimm sameiginlegra örútboða sem verkefnisstjórn um bætt innkaup stóð fyrir í vor er yfir 100 milljónir króna. Útboðin fóru fram innan núverandi rammasamningskerfis, m.a. á tölvum, tölvuskjám og pappír, og tóku 55 stofnanir þátt í þeim.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir á Facebook-síðu sinni að markvisst hafi verið unnið að því að leita tækifæra til hagræðingar í innkaupum ríkisins, byrjað hafi verið smátt en nú sé verið að taka stærri og stærri skref.