Sameiginlegir framboðsfundir í Suðurkjördæmi
'}}

Sjálfstæðismenn í Suðurkjördæmi munu í aðdraganda prófkjörsins, sem fer fram laugardaginn 10. september næstkomandi, standa fyrir sameiginlegum fundum með prófkjörsframbjóðendum.

Fundirnir fara fram á eftirfarandi stöðum:

Mánudaginn 29. ágúst kl. 12:00 á Hótel Dyrhólaey í Vík - súpufundur.
Mánudaginn 29. ágúst kl. 20:00 í Nýheimum á Höfn í Hornafirði.
Þriðjudaginn 30. ágúst kl. 20:00 í Safnaðarheiminu Dynskálum 8 á Hellu.
Miðvikudaginn 31. ágúst kl. 20:00 í Ásgarði í Vestmannaeyjum.
Fimmtudaginn 1. september kl. 20:00 í Sjálfstæðishúsinu Óðinsvé í Árborg.
Mánudaginn 5. september kl. 20:00 á Nesvöllum í Reykjanesbæ.