Þegar framboðsfrestur fyrir prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík rann út kl. 16:00 í dag höfðu alls 16 manns skilað inn framboði.
Eftirfarandi einstaklingar verða í framboði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sem fram fer laugardaginn 3. september næstkomandi:
Albert Guðmundsson, laganemi og formaður Heimdallar
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari Sjálfstæðisflokksins
Birgir Ármannsson, alþingismaður
Brynjar Níelsson, alþingismaður
Guðlaugur Þór Þórðarson, alþingismaður
Guðmundur Edgarsson, málmenntafræðingur
Guðmundur Franklín Jónsson, hótelstjóri
Herdís Anna Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri
Hildur Sverrisdóttir, borgarfulltrúi
Ingibjörg Óðinsdóttir, mannauðsstjóri
Jón Ragnar Ríkharðsson, sjómaður
Kristjana G. Kristjánsson, flugliði og viðskiptastjóri
Magnús Heimir Jónasson, laganemi
Ólöf Nordal, ráðherra
Sigríður Ásthildur Andersen, alþingismaður
Sindri Einarsson, framkvæmdastjóri